þriðjudagur, október 23, 2007

Regnkápuraunir

Mjér finnst alveg einstaklega leiðinlegt að vera neyddur til að fara vel klæddur í skólann. Ég á í þessu samhengi, eins og ég hef oft tjáð mig um - VERSTU MÖMMU Í HEIMI - hún vill sífellt vera að klæða mig í regnföt og stígvél. HVAÐ ER ÞAÐ! Á hverjum morgni verður pabbi minn (sem yfirleitt er þá að reyna að halda áfram að sofa inni í rúmi) vitni að sama samtalinu/rifrildinu. "Nei ég vil fara í PUMA skónum í skólann". "Nei Egill minn, það er grenjandi rigning úti" "Nei það er EKKI rigning, (máli mínu til stuðnings opna ég oftast hurðina og hleyp út og fullyrði hvort heldur sem er) - SKO, það er ENGIN rigning, ég FER í PUMA skónum, PUNKTUR. Mamma! þetta er útrætt mál"

p.s. (innskot frá mömmu) leyfði barninu að fara á flíspeysu og strigaskóm í skólann í gær. Í ljósi veðurs á ég von á að "mother of the year" medalían detti inn um lúguna bara any day now!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

er thetta regnkapu daemi eh svipad thessu skyrtubola daemi....?

6:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home