miðvikudagur, október 24, 2007

Laumulegur

Í gær var pabbi minn að koma mér af stað í skólann og nú vissi ég að það þýddi ekkert að mótmæla regnfötunum + stígvélunum. En mér datt í hug að það væri kannski hægt að villa um fyrir pabba því hann er nú soldið svona sybbinn og utanvið sig á morgnana. Ég fór þegjandi og hljóðalaust í stígvélin og pabbi rétti mér regnkápuna. Svo sagði ég "Pabbi! Mig vantar vettlinga og húfu" (það að ég hafi verið að biðja um þessa hluti hefði auðvitað átt að kveikja á perunni hjá pabba). Meðan pabbi var að teygja sig í körfurnar með þessu dóti í uppi á efri hillu læddist ég að fatahenginu og hengdi varlega af mér regnkápuna og var að laumast í fáránlega þunna og skjóllitla vindjakkann minn þegar pabbi greip mig.
......oh næstum því!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þú æði !!

12:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home