miðvikudagur, október 31, 2007

Foreldarviðtal

Í morgun fóru pabbi og mamma með mig í mitt fyrsta foreldarviðtal í skólanum. Hún Kristín kennarinn minn talaði mjög fallega um mig, ekki að foreldrar mínir hafi beinlínis átt von á öðru, en það gladdi þau óumræðanlega að heyra að ég er ekki þessi "besserwisser" í skólanum sem ég er heima hjá mér. Hún Kristín kannaðist sko hreint ekki við þessa hlið á mér og fannst ég mjög prúður og góður. Stundum er ég samt svolítið fljótfær (hvaðan sem hann fær það nú !?!) og liggur mikið á að komast yfir verkefnin (svo ég geti fengið ný) mér finnst nefnilega flest þess virði að keppa um það. En á heildina voru mamma og pabbi voðalega stolt af mér og Kristín sagði að það væri engin ástæða til annars en að trúa því að ég myndi standa mig mjög vel í skólanum hér eftir sem hingað til. :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home