laugardagur, október 20, 2007

þétt dagskrá


Það er nú heldur en ekki búið að dekra við okkur bræður í dag. Ekki einungis fengum við að fara í leikhús heldur á kaffihús, í sund og svo bíó líka!! Geri aðrir betur!
Leikritið sem við fórum á heitir "Gott kvöld" og er eftir Áslaugu Jónsdóttur. Það er um strák sem er einn heima meðan pabbi hans skreppur að sækja mömmu hans og meðan hann er einn verður bangsinn hans ofsalega hræddur við alls kyns kynjaverur sem fara að koma í heimsókn. Þetta eru verur eins og Hungurvofan, Tímaþjófurinn, Hræðslupúkinn, Hávaðaseggurinn, Ólátabelgurinn, Öskurapinn, Hrekkjusvínið og (uppáhaldið hennar mömmu) Fýlupokinn (sem hélt á Leiðindaskjóðunni) og Letihaugurinn. Okkur fannst þetta voðalega gaman og vorum ekkert feimnir að kalla aðeins til leikaranna ef okkur fannst þeir eitthvað ekki vera með á nótunum. Mamma mín mælir með þessu leikriti fyrir svona krakka sem stundum þora ekki að sofa í eigin rúmi t.d. af því að þeir eru svo hræddir við sjálfan sig!! :)

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

va, ekkert sma dagskra. bio og leikshus sama daginn! Eg vona ad thid seu thaegustu strakar i heimi thad sem eftir er arsins eftir thetta allt saman...

9:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home