þriðjudagur, október 30, 2007

Að sofa í sínu rúmi

Ég var ógurlega hissa í morgun þegar ég vaknaði í mínu eigin rúmi. "Hey mamma! Ég svaf aleinn" sagði ég þegar ég vaknaði. Ofsalega hissa á þessu greinilega. Svo varð ég voða ánægður og stoltur.
"Sko mamma! ég hugsaði einmitt bara um allt sem er skemmtilegt og gaman, og nýja draugaljósð mitt (sem er næturljós í draugsformi sem var keyptur í IKEA um helgina) og hvað verður gaman að fara heim með Leó í dag og og og og....... þá var ekkert mál að sofa einn og ég var EKKERT hræddur" Mamma mín stenst mig ekki þegar ég er svona glaður og jákvæður og ég uppskar mikla kossa & knús fyrir þessa byrjun á deginum.
Í ofanálag fór ég þegjandi og hljóðalaust í úlpu, skíðabuxur OG kuldaskó! VÁ og mamma mín á ekki einu sinni afmæli!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home