þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Kúri litli

Enn á ný erum við mamma byrjuð á sofa-í-mínu-eigin-rúmi-þjálfuninni. Mér finnst það bara ekkert skemmtilegt. Fyrir utan þjófa, drauga og ýmis önnur konar illmenni sem virðast venja komu sína að glugganum mínum á nóttunni og gera mér lífið leitt þá er svo einmanalegt í herberginu mínu.
Í nótt þegar ég kom skríðandi upp í spurði mamma mín af hverju ég vildi frekar sofa í hennar rúmi "af því" hálfmalaði ég og skreið undir sængina hennar "þá fær maður að hitta mömmuna sína"
Æ æ æ hún mamma mín er ginkeypt fyrir svona gullhömrum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home