mánudagur, september 25, 2006

Spiderman á ferli

Já ég var nú aldeilis heppinn um helgina þegar mamma mín dró upp forláta Spiderman-búning handa mér. Hún hafði ætlað að geyma hann til jóla en ákvað að láta mig fá hann núna svo ég geti nú leikið við hann Batman (aka Leó Erni) vin minn. Það var nú líka eins gott því búningurinn góði, þrátt fyrir að vera sagður á 5-7 ára, er svo lítill að mömmu minni þætti gaman að sjá hvaða sjö ára krakki myndi passa í hann. Henni finnst algjör hörmung að horfa á 'fjölskyldudjásnin' klessast út á hlið í plássleysinu og verður hugsað til blessaðra barnabarnanna sem hana langar einhvern tíma að eignast. Ég kippi mér nú samt ekkert upp við svoleiðis framtíðarvangaveltur og skarta gallanum góða alla daga. Batman & Spiderman eru nefnilega bestu vinir og það erum við Leó líka.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
er hægt að fá eins og eina mynd af augasteininum og fjölskyldudjásnunum
amma Unnur

9:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home