Tölvukall
Ég er búinn að uppgötva tölvuleiki. Leó vinur kom mér á bragðið þegar hann kynnti mig fyrir Batman leik á netinu. Núna er ég alveg óður í tölvuna og mamma mín á fullt í fangi með að halda mig frá henni. Það voru strax lagðar línur varðandi notkunina sem svarar til hálftíma á dag. Í gær var fyrsti dagurinn og ég - suðmeistarinn - sem ég er vildi fá aðeins meiri tíma og lagði mikið á mig í að sannfæra mömmu mína:
"MAMMA! Má ég ekki vera pínku-oggu-ponsu-stund lengur? PLÍIIIIS Ég er búinn að vera ofsalega duglegur í dag. Ég var duglegur í baði, ég var duglegur að setja fötin mín í óhreinatauið, ég var duglegur að borða kvöldmatinn minn, ég var duglegur að fara í leikskólann, ég var duglegur að vakna og ég var duglegur að leika mér úti."
Þegar að var gáð var þetta raunar allt rétt hjá mér. Mamma var auk þess nokkuð hrifin af því hvað ég var duglegur að færa rök fyrir máli mínu svo ég fékk 10 mín aukatíma í tölvunni. Ekki slæmt!
1 Comments:
Adalraedumadur Verslo/MR i uppsiglingu synist mer
Skrifa ummæli
<< Home