mánudagur, september 18, 2006

Kannski....?

Í gær fórum við mamma með Leó og Katrínu mömmu hans í Skånes Djurpark. Þar sáum við stóran skógarbjörn sem lá og svaf rétt við girðinguna svo við gátum skoðað hann vel. Allt í einu segi ég
"Mamma, sjáðu hann er með stóran maga"
"" sagði mamma "hann er kannski nýbúinn að borða?"
"Kannski var hann að borða einhvern fullorðinn? Einhvern sem datt ofan í búrið og komst ekki upp því að veggirnir eru svo háir"
******
Ja þetta fullorðna fólk er svo skrítið, hver veit nema þetta sé satt?

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

hvada graedgi er i thessum skogarbirni.....

10:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home