miðvikudagur, apríl 19, 2006

Hvað er til ráða?

Það sér ekkert fyrir endann á strákapörunum hjá mér og ég er ekki bara ósigrandi og ódauðlegur heldur "ræð ég mér sjálfur". Í dag fann mamma mig þar sem ég hafði prílað upp á hjólaskúr (sem er 2 metra hár) og var að leika mér að hoppa niður. Nú eftir að ég og Leó höfðum komið inn að leika fórum við inn á bað þar sem við:
a) létum renna ÍSKALT vatn í baðkarið .... og
b) fylltum það af dóti .... og
b) tókum skartgripina hennar mömmu úr skríninu (again) ..... og
c) fórum úr öllum fötunum og hentum þeim ofan í ískalt baðvatnið .... og
d) náðum í hrein, samanbrotin föt inn í skáp og hentum þeim líka í vatnið.
Hvað á mamma mín eiginlega að gera við svona strák?

3 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Hvar er móðirin þegar að þetta allt er framkvæmt!!! að drekka hvítvín í sólinni ;) hí hí

12:13 f.h.  
Blogger Inga Lara said...

ja, hvar er modirin.... er enginn agi a heimilinu?

7:46 f.h.  
Blogger Sigrún said...

Enginn agi - bara ein þreytt (hús)móðir sem hefur enga stjórn á hlutunum

1:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home