þriðjudagur, janúar 17, 2006

Fagnaðarfundir

Það urðu nu heldur betur fagnaðarfundir í leikskólanum í gær þegar bæði Mathias (sem hafði verið lasinn i viku) OG Leó Ernir komu aftur á leikskólann. Mamma mín mætti pabba hans Leós fyrir utan leikskólann og hann sagði mér að ég hefði nú bara sleppt öllu sem ég var að leika með og hlaupið þvert yfir garðinn þegar ég sá Leó koma. Gaf honum stórt knús, stórt stórt knús. Eftir leikskóla var svo íþróttaskóli og það var nú aldeilis gott fyrir svona orkubolta eins og mig að komast til að hlaupa og hamast. Leó var líka þar og allir hinir íslensku vinir mínir. Svo fékk Leó auðvitað að koma í heimsókn til mín og ég sýndi honum allt fína nýja Legoið mitt og við lékum okkur eins og englar inni í herbergi. Það var svo gaman að Leó var nú aldeilis ekki tilbúinn að fara heim þegar pabbi hans kom að sækja hann.
Æi ég er nú ósköp glaður að vera kominn heim til mín aftur.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thad er alltaf gott ad koma heim.
gott ad Agli finnst gott ad vera komin aftur til Lundar eftir yfirlysingar um annad heim um Jolin
stort knus
inga

10:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home