miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Bröltari

Loksins ætlar mamma mín að sækja mig á leikskólann í dag. Í gær fékk ég að fara með Auði og Vigdísi af því mamma var í skólanum til kl. næstum því hálfsjö og á mánudaginn fékk ég að fara með Tómasi í íþróttaskólann því mamma hafði farið með henni Hildi í Ullared. En sumsé núna kemur mamma mín að sækja mig og við gerum eitthvað kósí saman.
Annars er ég farin að fá að sofa í mömmu rúmi allar nætur núna og er búinn að yfirtaka það í grófum dráttum. Ég brölti og bylti mér svoleiðis að það er varla pláss fyrir mömmu mína sem hangir á rúmstokknum og reynir að halda í það litla af sænginni sem ég leyfi henni að hafa.
Svo tala ég óskaplega mikið upp úr svefni, mömmu minnst það að vísu frekar fyndið og sætt og það er greinilegt að ég skemmti mér konunglega en er ekki með martraðir og það skiptir nú mestu.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Eg man enntha hvad hann brolti thegar ad thid komud og gistud hja mer a Hadarstignum um arid..... thetta hefur ss ekkert batnad.... held svei mer tha ad eg se enntha med deep bruising i rifjunum!

9:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home