miðvikudagur, september 21, 2005

Út yfir endimörk alheeeeeeeimsins

Fékk að fara heim til Leós i dag að leika. Hann er sko vinur minn hann Leó og við erum ótrúlega góðir saman. Þegar ég kom var Leó komin í Batman búninginn sinn svo ég fékk að vera Bósi ljósár sem er soldið uppáhalds núna svo það var ofsalega gaman. Búin að horfa á Toy Story svona miljón sinnum og stend núna uppi á öllu sem ég get prílað á, rétti út hendurnar og hrópa "út yfir endimörk aaaaaaaaaaaaalheimsins" áður en ég stekk niður. Leó á svo mikið af svona búningum og okkur finnst ekkert skemmtilegra en að leika okkur í þeim. Vildi ekkert koma heim en mamma lokkaði mig með loforði um að það biði mín pakki frá Íslandi heima. Sem var satt. Amma Gróa mín yndislega hafði sent mér Cocoa Puffs OG bókina um Karíus og Baktus. Ég var nú ekki lítið ánægður með hana ömmu mína þegar ég sá þetta. Mamma, besta stelpan mín í öllum heiminum [hey þetta er satt, hann sagði það sjálfur] leyfði mér meira að segja að fá eina skál eftir kvöldmatinn. Nammi namm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home