miðvikudagur, september 14, 2005

Busy busy day

Vá hvað ég er búin að eiga skemmtilegan dag. Byrjaði auðvitað á því að fara í leikskólann minn og leika mér við alla vini mína á Nicke Nyfiken. Fóstrurnar mínar heita Caiza, Annika, Cissi og Jennie. Þær eru allar rosalega góðar en ég er mest hrifin af henni Jennie sem er hópstjórinn minn og er með alveg rosalega fallegt sítt hár. Hún sagði mömmu að mér finnist ofsalega gott að knúsa hana og kyssa.

Eftir leikskóla fékk ég að fara heim með Birtu vinkonu minni að leika því mamma var fara á málþing niðri í skóla. Birta á heima í 'þrjúunni' sem er næsti garður við mig og við skemmtun okkur rosalega vel. Þegar mamma kom að sækja mig var komin tími til að fara í næsta hús sem var í mat til Tómasar vinar míns sem var voðalega spenntur að fá mig í heimsókn og við lékum okkur mikið saman og við fengum rosalega góðan mat hjá mömmu hans.

Núna er ég komin heim og steinsofnaður í mömmu rúmi. Bíð spenntur eftir ömmu og afa sem koma í heimsókn á morgun.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

gott ad heyra ad hann er anaegdur og allt gengur vel.
hlakka til ad sja ykkur um Jolin, eg er buin ad boka flug heim 22 Des og ut 2 Jan.

8:08 f.h.  
Blogger Maja pæja said...

Sakna litla skaðræðisins míns...

9:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home