mánudagur, mars 28, 2005

Daglegt amstur

Í dag er ég nú búinn að gera ýmislegt. Ég vaknaði í Hamravíkinni hjá afa og ömmu fyrir allar aldir. Mamma mín var afskaplega syfjuð og leyfði mér þess vegna að fara fram og horfa aðeins á Tomma og Jenna en kom svo fljótlega á fætur. Við drifum okkur út að þrífa bílinn okkar og ég fékk að hjálpa, ótrúlega duglegur. Við náðum rúmlega að þrífa bílinn og bóna hann áður en fór að rigna svo við flúðum inn og lásum nokkrar bækur.
Seinni partinn fórum við svo heim á Bifröst og þar fór ég með mömmu minni í ræktina og var mikill íþróttagarpur. Hermdi eftir henni allar æfingar sem hún gerði og tók hrikalega á. Mömmu minni fannst ég nú soldið fyndinn.

Svo fékk ég að fara til hennar Jóhönnu Katrínar vinkonu minnar að leika mér heillengi. Við vorum alveg eins og englar svo ég fékk að vera lengur jafnvel þó að mamma kæmi að sækja mig. Neitaði að fara fyrr en loforð fékkst fyrir því að Jóhanna Katrín fengi að koma heim til mín á morgun.

Þegar þetta er skrifað er ég hundfúll inni í rúmi og er búin að reyna öll brögðin í bókinni til að sleppa við að fara að sofa. Stundum er svo erfitt að vera lítill

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Jæja pulli .. nú ert þú í baði og talar stanslaust við sjálfan þig.... obbosslega ertu fínn ;-)

7:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home