sunnudagur, mars 27, 2005

Fyrsta bloggið mitt

Í dag er páskadagur og ég er sofnaður inni í rúmi hjá ömmu og afa í Hamravík. Þetta eru nú ekki búnir að vera neitt sérstaklega viðburðarríkir páskar en ég er búinn að hafa það ósköp gott. Ég fór til pabba míns á Skírdag og Föstudaginn langa og skemmti mér konunglega. Ég fór með pabba í sund og í Húsdýragarðinn þar sem ég söng fyrir viðstadda af öllum lífs og sálarkröftum á sviðinu í veitingatjaldinu. Pabbi var nú að hugsa um að láta mig bara vinna fyrir máltíðinni :)

Annars er ég síðan bara búin að vera í Borgarnesi hjá afa og ömmu með henni mömmu minni, fara í sund, í gönguferðir og í bústað til Kidda og Svanfríðar upp í Þverárhlíð. Mér hefur nú ekki leiðst mikið. Pabbi minn gaf mér páskaegg af stærstu gerð og ég var nú ósköp góður að gefa með mér af egginu en nammið inni í því át ég sjálfur. Málshátturinn sem ég fékk hljóðaði svo "Allir hafa eitt sinn verið börn"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home