föstudagur, mars 06, 2009

Vanræksla á hæsta stigi

Uss uss hvað er þetta með hana mömmu mína, elskar hún mig ekkert lengur núna þegar litla systir er komin? Allavegna er ekkert verið að uppfæra þetta blogg mitt.

Reyndar hefur mamma haft í nógu að snúast (aðallega við að taka myndir af litlu systur og uppfæra síðuna hennar) en svo lét hún líka taka úr sér botnlangann í vikunni. Þegar ég heyrði af því að mamma og litla systir væru komnar á spítala varð ég alveg forviða og sagði við pabba!

Egill Orri: Af hverju?!

Pabbi: Það var verið að taka úr mömmu botnlangann

Egill Orri: HAAA og er hún þá bara botnlaus?

En á morgun verður litla systir skírð og ég hef nú aldeilis verið duglegur að koma með hugmyndir að nafni á dömuna. Í kvöld yfir matarborðinu læddist ég að mömmu og hvíslaði í eyrað hennar

Egill Orri: Mamma! Mér var að detta eitt gott í hug
Mamma: Já, hvað er það?
Egill Orri: Unnur Rós
Mamma: Já það er fallegt, en nú er bara ekki hægt að breyta, því við erum búin að láta bakarann vita...
Egill Orri: HVAÐA BAKARA?
Mamma: Sem bakaði tertuna, hann skrifar nafnið hennar á kökuna og þess vegna er ekki hægt að breyta því núna
Egill Orri: Ó ókei! En ef við eignumst fleiri börn getum við á skírt þau Unnur Rós?

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Thid takid thetta sem bein fyrirmaeli um ad koma med fleiri systur er thad ekki Sigrun min?

8:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home