sunnudagur, nóvember 25, 2007

Sjálfstraust

Í morgun komu ég og Matti bróðir inn í herbergi og spurðum mömmu hvort við mættum fara í tölvuna hennar. Já var svarið sem vakti mikla lukku og ég knúsaði mömmu og sagði "þú ert besta mamma í heimi". Matti bróðir knúsaði hana líka og sagði "þú ert besta Sigrún í heimi" Mömmu minni fannst þetta sætt og sagði á móti "já og þú ert besti Marteinn í heimi".

"já ég veit það" var svarið umsvifalaust. Það er gott að vera með gott sjálfstraust :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home