fimmtudagur, september 06, 2007

Jón Oddur & Jón Bjarni

Við mamma fórum á bókasafnið á þriðjudaginn .... sem ég ellllska. Þar tókum við næstu tvær bækur um bræðurna Jón Odd & Jón Bjarna ... sem ég ellllska líka. Við kláruðum nú bara eina bók á leiðinni til ömmu í Borgó þann dag. Þeir eru nú meiri prakkararnir þessir bræður :)
Annars má vart á milli sjá hvoru okkar finnst bækurnar fyndnari því mamma hlær alveg jafnmikið og ég (ef ekki meira). Hún las nefnilega þessar bækur þegar hún var lítil (svo þær hljóta að vera MJÖG gamlar) .
Mamma hefur að vísu smá áhyggjur af því að við Matti tökum upp á því að apa e-ð af prakkarastrikunum eftir þeim bræðrum! Pabbi segir reyndar að þá geti hún sjálfri sér um kennt, honum finnst þetta beinlínis háskalegur lestur fyrir litla uppátækjarsama drengi.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

eg er sko sammala pabba thinum

9:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home