þriðjudagur, september 04, 2007

Heimalærdómur

Í gær átti ég að læra heima í fyrsta sinn. Ekki tókst þó nú betur til en svo að foreldrar mínir klikkuðu alveg á að kíkja í töskuna mína fyrr en ég var sofnaður í gærkvöldi... abbababb! Þetta þýddi að pabbi þurfti að drösla mér eldsnemma á fætur í morgun til að klára verkið en mér fannst það nú samt gaman. Heimalærdómurinn samanstóð af smá 'stærðfræði' þar sem við vorum að vinna með hugtökin "minna en" og "stærra en".
Ég teiknaði mig og Matta sem minni en mömmu og pabba. Pabbi var teiknaður stór & feitur og mamma lítil & feit - af vörum barnanna heyrir maður sannleikann!!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

dasamlegt: heimalaerdomurinn byrjar vel.....

12:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home