laugardagur, júlí 07, 2007

ég FER EKKI...

í skyrtuboli. Skyrtubolir eru semsagt pólóbolir/kragabolir allt eftir því hvað fólk vill kalla þá. Mér er alveg sama, ég FER EKKI í skyrtuboli. Sem er svolítið slæmt í ljósi þess hvað móðir mín er dugleg að kaupa á mig svoleiðis flíkur - henni finnast litlir drengir í skyrtubolum nefnilega óskaplega sætir. Um daginn vorum við mamma að keyra og skyndilega segi ég í óspurðum fréttum "mamma! ég ætla bara að fara í skyrtubol á jólunum sko" - "af því að þeir eiga að vera spariföt" - "þegar ég vakna um jólin þá fer ég bara beeeeint í skyrtubol og verð voðalega fínn" - "OKEY mamma?"
Núna finnst mér líka vissara að nefna þetta á morgnana um leið og ég vakna "Pabbi/mamma, þú manst að ég fer bara í skyrtubol á jólunum" -

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

eg er alveg sammala mommu thinni Egill, skyrtubolir eru voda saetir

12:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home