mánudagur, júlí 02, 2007

Afmælispilturinn ég







Í dag á ég afmæli og ótrúlegt en satt er ég orðinn heillra sex ára (eða verð það kl. 19:33 í kvöld). Mömmu minni finnst þetta satt best að segja ótrúlegt enda finnst henni ég eiginlega vera bara nýfæddur. Ég byrjaði daginn á því að rukka mömmu um söguna um þegar ég fæddist og ég þreytist seint á að heyra hana. Finnst alltaf jafnfyndið að ömmu Unni hafi fundist mamma mín hafa verið algjör ótemja og öskrað eins og stunginn grís þegar ég var alveg að fara að fæðast. Amma hélt nefnilega að ég myndi ekki fæðast svona fljótt & hratt eins og ég gerði. Ég bókstaflega spýttist í heiminn.
Í tilefni dagsins fékk ég að fara með frostpinna í leikskólann til að gefa öllum á grænu deildinni og í kvöld koma amma Gróa & afi Villi í kaffi og jafnvel Leó vinur minn líka. Matti þarf því miður aftur til Akureyrar og missir því af gleðinni í þetta sinn.




5 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Til hamingju með daginn sæti strákur. Rosalega flottar myndir af þér og ykkur bræðrunum :)

4:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Egill Orri. Svei mér þá hvað þú ert orðinn stór og bara fínasta fyrirsæta! Flottar myndir!!
:)

7:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Egill Orri- hélt að þú yrðir í Vestmannaeyjum með afa sem líka á afmæli - Hlakka til að fá ykkur í heimsókn næst þegar þið komið í sund í Mosó
kv. Magnea, Agnar Davíð og Hafrún Rakel

11:53 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

tilhamingju med daginn krusi minn. Rosalega flottar myndir af ykkur braedrunum.

7:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
hjartanlegar hamingjuóskir á afmælisdaginn. Mér finnst líka ótrúlegt hvað tíminn líður hratt,
amma eldist ekkert eða þannig sko
Hlakka til að knúsa ykkur Matta
ammsa,pammsa Unnsa

12:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home