miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Skammarkrókurinn

Ekki fannst mömmu minni nú gaman að sækja mig í leikskólann í dag og fá þær fréttir að ég hefði verið að reyna að sparka í hana Marie eina fóstruna mína. Ég var nú heldur lúpulegur þegar Tina fór að segja mömmu frá atvikinu og varð (eins og oft þegar ég er skammaður) öskureiður og svo leiður og grét sáran og iðraðist. Aðallega þó eftir að mamma tók af mér tölvuleikjaforréttindin í heila viku!

Annars komu skólamyndirnar úr framköllun í dag. Þær eru svakalega fínar, alveg eins og í fyrra og ég er skælbrosandi á þeim. Kannski að einhverjir fái sýnishorn þegar við komum heim.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thetta er ljott ad heyra Egill, svona gerir madur ekki.

9:23 f.h.  
Blogger Maja pæja said...

ég sé hann alveg fyrir mér þarna öskureiðann og svo fullan af iðrun hehe ;)

11:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home