fimmtudagur, nóvember 23, 2006

"Bibbi" á Brávallagötunni

Stundum notar mamma mín fyndin orð þegar hún er að tala við mig. Svona orðatiltæki og málvenjur sem ég kann ekki alveg að fara með. Til dæmis segir hún stundum að það sé ekki flóarfriður fyrir mér eða að ég sofi eins og steinn. Nú ég held áfram uppteknum hætti og skríð upp í til hennar á nóttinni og þó mömmu minni finnist ósköp notalegt að kúra hjá mér þá fær hún sannast sagna ekkert of mikinn svefn þegar ég er hjá henni. Ég brölti nefnilega svo ofboðslega mikið á nóttunni. Er bókstaflega á ferð og flugi í rúminu.
Í morgun þegar við mamma vöknuðum þá sagði ég "mamma, var ég ekki ofsalega duglegur að sofa þínu rúmi?" Mamma var ekki alveg viss hvað ég átt við og hváði því "Jú sko, ég var ekkert að brölta. Svaf bara alveg eins og stungin grís"

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Egill Orri,

Alltaf jafn gaman að lesa heimasíðuna þína, þú ert svo sniðugur strákur! Mamma mín var að frétta að mamma þín væri að koma aftur á Bifröst að vinna (alla vega tímabundið) og ég varð svo spennt og langar að vita hvort þú komir ekki örugglega með henni - ég hlakka svo til að leika við þig!

Hafðu það gott í Svíþjóð! bkv. af Bifröst, Guðrún Elfa

ps. mamma mín biður að heilsa mömmu þinni!

4:34 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Hæ Guðrún Elfa,
Ég kem allavegna örugglega til með að hitta þig öðru hvoru þó ég komi ekki á Hraunborg.
Hlakka til að sjá þig sömuleiðis,
kær kveðja
Egill Orri

2:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home