mánudagur, nóvember 27, 2006

Amma Gróa í heimsókn

....er búin að vera í heimsókn hjá mér núna í 4 daga. Mér leiðist það nú ekki mikið enda fæ ég nú að komast upp með flest hjá henni ömmu minni. Þannig eru ömmur nefnilega.
Í gær var kveikt á öllum jólaljósunum hérna í Lundi og þá fórum við niðrí bæ. Það var tivolí á Mårtenstorginu og þar rákumst við á Leó vin. Mamma fór með okkur í tívolítæki sem voru agalega miklir svona snúningsbollar og við Leó hlógum eins og brjálæðingar en mamma var hálfgræn þegar hún steig upp úr þessu tæki. Hún er greinilega að verða of gömul fyrir svona vitleysu. Svo var ég voðalega duglegur meðan mamma og amma röltu um búðirnar svo ég fékk smá verðlaun frá mömmu í Jättekul. Flott draugaspil sem verður nú mikið spilað enda er ég bókstaflega spilasjúkur. Það var nú samt fegin strákur sem fór á leikskólann í morgun og hitti alla vinina sína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home