mánudagur, september 04, 2006

Í pössun

Hún Matthildur mín sótti mig á leikskólann í dag og það leiddist mér nú ekki. Enda búin að spyrja mömmu nær daglega síðan við komum hvort hún þyrfti ekki að skreppa í partý. Mér finnst nefnilega fátt betra en að láta passa mig. Þegar mamma mín kom svo heim kl. rúmlega 21 var ég ennþá ekki kominn í náttfötin og var búin að fá pizzu í kvöldmatinn og var að horfa á Latabæ. Nokkuð ljúft líf. Nú er ég steinsofnaður í mínu eigin rúmi, hvar ég hef sofið alla nóttina 3 af síðustu 4 nóttum. Mamma mín er vel sofin þessa dagana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home