sunnudagur, september 17, 2006

Æi að lífið væri nú svona auðvelt

"Mamma, kostar hús marga peninga?"
"já ástin mín, hús kostar mjög marga peninga"
"afi minn, ha! Hann keypti nýjan bíl OOOOG hjólhýsi"
"já ég veit það kallinn minn"
"hann er líka búinn að kaupa gula toyotajeppann**"
"er það, heldurðu að hann sé búinn að kaupa hann?"
"Já, og hann þurfti ekkert að selja bílinn eða hjólhýsið, hann fór bara í bankann og keypti fullt af peningum!!!"

-------------------
** þessi guli jeppi er bíll sem ég sá heima á Íslandi í sumar og ég tók ástfóstri við, hann kostar litlar 5.8 milljónir og ég ætla að safna dósum og flöskum til að kaupa hann!!

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

ómæ, ómæ ..... væri alveg til í nýjan bíl.. á meira að segja nokkrar dósir sem innborgun :)

4:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home