þriðjudagur, september 26, 2006

Galin mamma

Um daginn þar sem ég sat á klósettinu og var að gera stykkin mín kallaði ég skyndilega fram í stofu til mömmu minnar "Mamma! Hvern þekki ég annan sem er dauður?". Mömmu minni var hálfbrugðið við þetta umbúðalausa tal og spurði mig hvað ég ætti við. "Þú veist, eins og langamma?" Mamma mín sagði mér að ég hefði átt yndislega aðra langömmu og langafa sem hétu Árni og Sína en ég hefði nú ekki þekkt þau svosem. "Hvernig getur maður ekki þekkt ömmu sína og afa?" spurði ég hneykslaður. "Af því" sagði mamma þá "þau dóu áður en þú fæddist, áður en ég og pabbi kynntumst og bjuggum þig til" útskýrði mamma mín og gekk inn til að skeina á mér bossann. "Hvað meinarðu eiginlega, bjugguð mig til" sagði ég og horfði á móður mína augum sem gáfu með augljósum hætti til kynna að hún væri að mínu viti búin að missa sitt. "Ég og pabbi þinn, við bjuggum þig til" sagði mamma þá. "NEI!" sagði ég blákalt og hristi höfuðið. "Nú, hver þá?" spurði mamma
"Það var Guð" sagði ég alvarlegur
Þetta fullorðna fólk heldur greinilega að maður sé algjör asni bara af því maður er 5 ára.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Mamma litla: vertu fegin ad thurfa ekki ad utskyra thetta neitt nanar (yet!)

11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehehe þvílíkur dásemdardrengur !!!!
kv Dúlla

7:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home