laugardagur, september 16, 2006

... er mér dröslað niðrí bæ

Það gerðist einmitt í gær þegar mamma sótti mig x-tra snemma á leikskólann til að fara með mig í klippingu! Tæplega það skemmtilegasta sem ég geri en ég lét mig hafa það. Ég var að vísu framúrskarandi duglegur í klippingunni og þetta tók ekki nema örstund svo í verðlaun fékk ég að fara á videoleiguna að taka hina langþráðu Scooby-doo frá því um síðustu helgi. Við tókum strætó heim ég og mamma og þar sem við sátum á móti hvort öðru í vagninum segi ég skyndilega "Vá, þessi er aldeilis brúnn". Mamma mín snéri sér við og þar sat þessi líka fíni svertingi. Mamma mín gat nú ekki varist brosi. "Af hverju er hann svona brúnn mamma?, var hann OF lengi í sólinni?" kom þá. "Nei" svaraði mamma, "hann er frá Afríku" (mömmu minni fannst ég aðeins of ungur til að taka pólítíska rétttrúnaðinn á þetta) "Er maður þá svona brúnn?" spurði ég þá huxi "Er Afríka brúnt land?".

2 Comments:

Blogger Maja pæja said...

úff eins og Svíar geti ekki verið svertingjar... hmmmm but I feel u girl...

4:07 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Já þetta var nú svona mjög einfölduð útskýring, nennti ekki í umræðuna "af-hverju-eru-ekki-allir-svona-brúnir"

2:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home