föstudagur, september 22, 2006

BIIIIIIIG TROUBLE

Á ísskápnum okkar hefur mamma hengt upp 'dagatal' sem ég krossa samviskusamlega yfir fyrir hvern dag sem færir okkur nær því að fara til Frakklands og hitta ömmu Unni & afa Hjört. Í morgun var mér mikið niðri fyrir að ná mér í penna. Penninn var einmitt uppi á hillu í eldhúsinu og þar sem ég gat ómögulega beðið í 3 sekúndur meðan mamma rétti mér heldur tók á það snilldarráð að hanga í hillunni í von um að geta híft mig upp og ná pennanum. Það er skemmst frá því að segja að hillan þoldi ekki alveg álagið og kom húrrandi niður af veggnum, ekki samt áður en öllu sem á henni var rigndi yfir mig og lenti á gólfinu með tilheyrandi braki, brestum, brotum og pasta, matarolíu og hrísgrjónum út um ALLT GÓLF!!
Mamma mín var EKKI sátt og það var óneitanlega sorry lítill strákur sem fór í skógarferð með leikskólanum í morgun!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

EGILL!!!!
En mér finnst þetta dálítið fyndið samt. Minnir mig á Stefán Bjart sem hefði getað gert nákvæmlega það sama :-)
Kysstu mömmu þína frá mér.
Ása Björk

7:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sigrun min
þetta er þó allavega framstakssemi og sjálfsbjargarviðleitni, sem er nú það sem við viljum ala upp í börnunum okkar og þar sem enginn dó og enginn slasaðist er þetta ekki svo slæmt, ertu ekki búin að þrífa?
tel líka dagana
Mammsa

8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home