þriðjudagur, júní 06, 2006

Sjálfbjarga

Ekki einungis er ég farinn að geta hjólað hjálpardekkjalaust heldur er ég farinn að verða mér úti um þjónustu hennar Matthildar barnapíunnar minnar alveg upp á eigin spýtur. Þetta er mjög einfalt í rauninni. Ég bara rölti mér yfir göngustíginn og dingla bjöllunni og segi við hana "Matthildur, þú átt að passa mig í kvöld" og ef hún hváir (af því til dæmis að mamma mín hefur ekki minnst orði á það við hana) þá segi ég svellkaldur "Já, af því að mamma mín er að fara í partý / bíó / saumaklúbb". Þetta er nú ekkert svo flókið. Segiði svo að maður sé ekki sjálfbjarga!
Annað sem ég geri líka - sem mamma mín er nýbúin að uppgötva - er að ég banka stundum hjá bláókunnugu fólki sem býr skáhalt á móti okkur í þeim tilgangi einum að fá að klappa kettinum þeirra. Mamma mín hefur oft séð hjólið mitt þarna fyrir utan síðustu daga og haldið að einhver sænskur leikfélagi minn byggi þarna en NEI NEI þarna býr ungur stúdent og kærastan hans og kötturinn þeirra. Mér finnst bara svona tilvalið - fyrst að mamma mín þessi skömm vill ekki gefa mér kött - að banka bara upp á hjá þessu ágæta fólki og fá að knúsa soldið köttinn þeirra.
Mamma mín heldur að ég muni ná langt í lífinu!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

.....Egill ég sakna þín :-)
Ása Björk

12:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home