fimmtudagur, apríl 06, 2006

Stjarna kvöldsins


Í kvöld var mamma mín með matarboð fyrir stelpurnar í bekknum sínum. Ég fékk að borða hjá Leó en kom svo heim um hálfníuleytið. Þær féllu nú alveg fyrir mér þessar skvísur, enda var ég enginn smá sjarmör, bauð upp á brjóstsykur og gaf þeim dót og leyfði þeim að velja handa mér videospólu að horfa á. Nú svo knúsaði ég þær svolítið svona þess á milli.
Myndin er af mér og Evelyn.

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

dísús.. ég verð bara pinku abbó hérna.. ekki gleyma mæsunni þinni :)

11:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home