fimmtudagur, apríl 13, 2006

Krakkaboð

Í dag var ég með krakkaboð fyrir vini mína hérna í Lundi. Mættir voru Leó, Freyja, Elvar, Katrín og Valdís. Þetta var ofsalega vel heppnað og við lékum fela hlut, horfðum á 'bíó', borðuðum snakk, vínber og súkkulaðiköku með nammi sem Leó kom með. Lékum okkur svo heillengi úti og fengum loks pizzu í kvöldmatinn. Ekkert smá gaman. Ég var afar sáttur við daginn og lét út úr mér falla í baðinu í kvöld - "Mamma, þetta var jätterolig dag, mig langar að eiga alla þessa krakka".
Frekar ambitious það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home