mánudagur, mars 06, 2006

Starfsdagur á leikskólanum

Í dag var ég í fríi í leikskólanum og fékk þess í stað að fara að leika við -Babbaraaa- Leó Erni!! Það var nú jafngaman og alltaf. Þegar mamma kom heim úr skólanum vorum við úti í snjókasti tilbúnir að skella okkur í íþróttaskólann þar sem ég lagði mig allan fram við að sitja og taka ekki þátt. Núna sit ég í sófanum og er að borða eitthvað það stærsta epli sem mamma mín hefur séð og er að horfa á Scooby Doo. Annars hafa Vælinn og Rellinn verið soldið í heimsókn um helgina móður minni til mikillar hrellingar. Henni leiðast alveg hreint óskaplega vælandi börn - sérstaklega ef hún á þau. En þegar ég er svona sætur eins og núna stenst hún mig ekki og ætlar að fara að knúsa mig smá.
Sjáumst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home