Öskudagsfjör
Í dag var nú aldeilis skemmtilegur dagur í kirkjuskólanum. Það var nefnilega verið að halda upp á Öskudaginn. Allir mættu í búningum og voru rosaflottir. Ég og Leó vorum að sjálfsögðu í íþróttaálfsbúningunum okkar og vöktum mikla lukku. Það var farið í ýmsa leiki og kötturinn að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni. Það fannst mér að vísu dáldið skrítið að heyra....
Mamma: ... svo sláið þið köttinn úr tunnunni
Egill Orri: HA!?
Mamma: já það er svona tunna og svo fara allir í röð og slá í hana með stóru priki þangað til hún dettur í sundur
Egill Orri: Það er ekki fallegt að slá kött
Mamma: Nei það er ekki köttur í tunnunni í alvörunni
Egill Orri: Hvert fór hann?
Mamma: Það var aldrei neinn köttur þetta er bara kallað að slá köttinn úr tunnunni. Ég veit ekki af hverju. Það er bara nammi eða dót í henni, enginn köttur - skilurðu?
Egill Orri: Já já
----
[eftir smástund]
----
Egill Orri: En hvernig komst kötturinn úr tunnunni?
Mamma: ... svo sláið þið köttinn úr tunnunni
Egill Orri: HA!?
Mamma: já það er svona tunna og svo fara allir í röð og slá í hana með stóru priki þangað til hún dettur í sundur
Egill Orri: Það er ekki fallegt að slá kött
Mamma: Nei það er ekki köttur í tunnunni í alvörunni
Egill Orri: Hvert fór hann?
Mamma: Það var aldrei neinn köttur þetta er bara kallað að slá köttinn úr tunnunni. Ég veit ekki af hverju. Það er bara nammi eða dót í henni, enginn köttur - skilurðu?
Egill Orri: Já já
----
[eftir smástund]
----
Egill Orri: En hvernig komst kötturinn úr tunnunni?
2 Comments:
og fekkstu nammi?
Já já já, ég fékk nammi. Sleikjó og hlaup. Svo fékk ég að fara heim til Leós og við fórum út að leika okkur í snjónum í marga klukkutíma. Þetta var sko góður dagur. Hlakka til að sjá þig Inga hrænka!!
Skrifa ummæli
<< Home