þriðjudagur, janúar 24, 2006

Næturbrölt

Ég er nú orðinn nokkuð duglegur að sofna í mínu eigin rúmi en kem auðvitað alltaf upp í mömmu minnar þegar líða tekur á nóttina. Í nótt var ég nú samt í óvenjugóðu stuði þegar ég kom til mömmu minnar. Bylti mér og brölti en settist loks upp og sagði 'Mamma, eigum við ekki bara að spjalla soldið saman?'.
Ég fékk engar undirtektir við þessari uppástungu. Stundum er mamma mín svo sybbin svona á nóttunni.

4 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Pulli litli, samt betra þegar að þú spjallar um miðja nótt en þegar að þú pissar (sællar minningar) ;)

7:07 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Aumingja Mæsa mín - þú hefur nú stundum orðið fyrir því. En ég er ALVEG hættur - dagsatt!

4:58 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

og já ég skil þig SVO Egill minn... pirrandi að eiga svona sybbna mömmsu.. ég hef OFT lent í þessu ;)

2:05 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

eg skil sko Sigrunu: Maj-Britt min, thad eru fair i minum vinahring eins morgun sturir og thu..... en mer thykir samt oskop vaent um thig thratt fyrir thennan sma galla

10:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home