föstudagur, janúar 20, 2006

Mannvonska


Mamma mín heldur áfram mannvonskunni að láta mig sofa (eða amk sofna) í mínu rúmi. Mér finnst þetta bara ekkert skemmtilegt. Ekki einu sinni heimsókn frá Leó og pizza í kvöldmat gátu leitt huga minn frá því að þegar kæmi að háttatíma þá væru mér þau örlög búin að þurfa að sofna í mínu rúmi.
En viti menn, svona var ég friðsæll þegar mamma mín kom til að segja mér að það væri kominn tími til að slökkva á Glanna Glæp & Latabæ. STEINSOFNAÐUR, mamma mín gat ekki stillt sig um að smella einni mynd af mér.
Annars sagði ég við mömmu mína í dag:
Egill Orri: 'Mamma, af hverju viltu alltaf gefa mér ávexti þegar ég kem heim úr leikskólanum'
Mamma: 'Af því að þú biður alltaf um þá og þeir eru líka svo hollir'
Egill Orri: 'En líka af því þú ert svo mikið krútt!?'
Mömmu minni fannst nú bara soldið gaman að vera kölluð krútt :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home