miðvikudagur, janúar 18, 2006

Hneykslaður

Í dag þegar ég kom heim úr leikskólanum með mömmu þá var sá ég / heyrði að það var kveikt á sjónvarpinu frammi í stofu. Ég var nú aldeilis hissa og spurði mömmu hverju þetta sætti. Mamma sagðist hafa verið svo mikið að flýta sér að koma að sækja mig að hún hefði ekki munað eftir að slökkva á sjónvarpinu. Svo hefði hún meira segja þurft að snúa við á miðri leið til að ná í ruslapokann sem lá frammi í forstofu og var byrjaður að leka og átti á hættu að fara að lykta illa.
'Gleymdirðu pokanum mamma!?' sagði ég þá hissa.
'Já' sagði mamma.
'Mamma, af hverju ertu svona vitlaus?' sagði ég þá yfir mig hneykslaður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home