fimmtudagur, desember 01, 2005

Utvecklingssamtal

mamma mín fór í foreldraviðtal í leikskólanum í gær. Jenni var ofsalega ánægð með mig og hafði fátt nema gott um mig að segja. Mömmu mína grunar að hún sé nú svolítið veik fyrir mér enda er ég náttúrulega ofsalegur sjarmör þegar ég vil vera það! En ég tala orðið rosa fína sænsku og Jenni sagði mömmu að allt gengi núna miklu betur þó ég ætti að vissulega til að vera soldið svona OF áhugasamur og tala helst til mikið (djííí hvaðan hef ég það) í hvíldinni. En svona heilt yfir var hún voðalega ánægð með mig og mamma mín var mjög stolt að eiga svona duglegan strák.
Í dag fékk ég loksins að opna fyrsta gluggann í hinu langþráða súkkulaðidagatali og þegar ég kom heim fékk ég óvæntan glaðning frá mömmu minni sem var annað dagatal, frá Lego í þetta sinn. Maður sumsé opnar einn glugga á dag og í honum er lítil legofígúra sem hægt er að hengja á jólatréð þegar maður er búinn að setja hana saman. Þetta fannst mér ofsalega fyndið og skemmtilegt. Nú svo töluðum við lengi við afa Hjört og ömmu Unni í símann í kvöld. Allt gott að frétta af þeim og ég hlakka voðalega mikið til að hitta þau eftir bara 16 daga. Þá ætla ég sko að gista á hótelinu hans afa og er búinn að velja mér herbergi nr. 107 en afi á eftir að velja sér herbergi, eins og ég sagði við hann í kvöld 'þá er aldrei að vita' hvaða herbergi hann velur sér.
Endilega kíkjið svo á myndabankann okkar mömmu og sjáið fínu myndirnar af mér og Leó sem voru teknar á sunnudaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home