sunnudagur, nóvember 13, 2005

Leikir

Enn ein helgin runnin sitt skeið. Eins og venjulega eyddi ég dágóðum tíma af henni í að leika mér við Leó vin minn. Þegar mamma kom að sækja mig í dag var ég Batman og hann Spiderman.... nema hvað. Ofsalega gaman. Leó fékk svo að koma heim til mín og við lékum okkur þar áfram í hetjuleik. Margbjörguðum mömmu minni frá ótal 'ljótum köllum' sem ellegar hefðu ráðist á hana með hörmulegum afleiðingum. Ég var nefnilega með 'skippjuna mína' (eða það sem í daglegu tali er kallð skikkja).
Annars tók ég þvílíku ástfóstri við þær Hrund og Eyrúnu vinkonur hennar mömmu meðan þær voru í heimsókn. Kjaftaði svoleiðis á mér hver tuska og mamma mín var ekki frá því að ég hefði sjarmað þær soldið með orðfiminni. Þær máttu sko alveg horfa með mér á allar myndirnar mínar og helst áttu þær að svæfa mig og fæða mig og leika við mig líka - allt hlutir sem mér finnast vera þvílík forréttindi fyrir aðra að njóta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home