mánudagur, nóvember 14, 2005

Knúsilíus


Stundum er ég svo mikill knúsilíus að mamma mín veit varla hvað hún hefur gert til að eiga skilið svona mikil knús og ástarjátningar. Í dag sá ég reyndar mömmu mína ekkert svo mikið, sem gæti verið hluti af hinu mikla knúsi dagsins. Svo átti mamma mín reyndar líka afmæli sem kallaði á nokkra aukakossa og knús. Ég er svo mikill snúlli.
Nú er ég steinsofnaður í mömmu bóli eftir að hafa streist mikið á móti því að fara að sofa. Gerði smá prakkarastrik, mamma mín hafði farið að versla í dag og keypti m.a. jólapappír og borða. Anyway án þess að hún sæi náði ég í risaborðarúlluna og ákvað aðeins að klippa hana niður móður minni til mikillar gleði. Stundum er ég OF hjálpsamur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home