föstudagur, nóvember 11, 2005

Ammæli

Ég var svo heppinn að ég fékk að fara í afmæli til hennar Ísabellu í dag. Hún verður sko eins árs á morgun en afmælið var í dag. Nammi namm mér fannst nú ekki súkkulaðikakan með namminu neitt vond sko. En svo þegar Ísabella átti að blása á kertið þá ÚPPS gerði ég það nú bara alveg óvart. Tómas (stóri bróðir afmælisbarnsins) átti sko að fá að gera það og varð heldur betur sár. Ég leysti mögulegar skammir sem ég hefði getað fengið með því að vera fljótur að snúa mér að honum og segja 'Nú átt ÞÚ að blása Tómas!' Góður! Ekkert að láta slá mig út af laginu.
Nú er ég kominn heim og er að horfa á Hercules sem er mynd mánaðarins á Kämnärsvägen 5D.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elski Egill Orri!

Mamma rakst alveg óvart inn á þessa síðu - og mikið fannast mér nú gaman að sjá myndir af þér. Ég er oft að segja við mömmu hvað þú ert góður vinur minn, hvað ég sakni þín og þurfi bara að heimsækja þig! ... Þú og mamma þín hafið það greinilega gott í Svíþjóð! -frábært- héðan af Bifröst er allt gott að frétta! Ég er byrjuð á Tröllakoti og lífið gengur vel :) Mömmu gengur líka vel í skólanum og hún biður alveg sérstaklega vel að heilsa mömmu þinni! Hafðu það nú sem allra allra best (bæði tvö :D) ... bkv. úr sveitinni Guðrún Elfa (og Halla Björg)

1:49 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Elsku Guðrún Elfa,

Rosalega fannst mér gaman að heyra að þú hafir skoðað síðuna mína. Ég er rosa ánægður hérna í Svíþjóð og er búinn að eignast góða vini hérna bæði íslenska og sænska. Ég er líka farinn að tala soldið sænsku. Ég og mamma komum heim í jólafrí í desember og ætlum að koma einn dag í heimsókn á Bifröst í janúar (líklega 9.) og vonast til að sjá þig.
þinn vinur Egill Orri

10:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home