föstudagur, október 07, 2005

Skógarferð

Á föstudögum er alltaf farið í skógarferð í leikskólanum mínum. Þá kemur risastór svona 'harmonikkustrætó' og sækir okkur öll og fer með okkur í skóginn þar sem við leikum okkur, lærum um náttúruna og fáum okkur nesti. Þetta er auðvitað mjög spennandi (eins og stórir bílar eru gjarnan) og ekki þótti mér nú minna spennandi þegar afi Hjörtur sagði mér um daginn að þegar hann hefði átt heima í Lundi, þegar mamma mín var lítil, þá hefði hann verið að vinna við að keyra svona strætó.
' Vaaaaaaaaaá afi, rosalega varstu heppinn' varð mér að orði. Nú segi ég öllum sem það vilja heyra að afi minn hefði verið að keyra harmonikkustrætó þegar hann var lítill!
:) :) :) :) :)

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

hahaha, hann er otrulega fyndin thessi drengur...

10:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home