fimmtudagur, október 06, 2005

Gleðin tekin á ný .... eða svona hér um bil

Ég var aðeins minna leiður þegar mamma mín fór í morgun en það voru nú samt nokkur tár sem féllu. En ég var fljótur að taka gleði mína þegar Kaiza sagði mér að hún ætlaði að búa til nýjan leikfangaleir í dag og að ég fengi að hjálpa. Mér finnst nefnilega ofsalega gaman að leira.
Núna er ég í heimsókn hjá Leó Erni vini mínum sem mér finnst rosalega skemmtilegur. Við ætluðum að horfa á Skytturnar þrjár sem er 'ógisslega skemmtileg'
Annars er ég nú bara býsna vinsæll leikfélagi, þegar mamma fór á kóræfingu fékk ég að vera í heimsókn hjá Auði og Vigdísi og mér fannst það líka mjög gaman. Langaði ekkert að koma heim og spurði mömmu mína hvort ég þyrfti ekki að fara mjög fljótlega á aðra svona æfingu. Þannig að eins og sést þá er ég nú ekkert aðframkomin þó ég hafi verið leiður í gær. Nú styttist líka í að pabbi minn komi fljótt að heimsækja mig, jafnvel bara í næstu viku. Þá verður nú gaman að vera til eins og ég sagði hérna um árið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home