Dans
Ég fékk að vera með í ratleiknum sem mamma, Stína og Beta höfðu skipulagt um Borgarnes um helgina. Ég fékk sko að vera með pabba í liði og mér fannst þetta rosalega gaman. Um kvöldið var svo borðað á hótelinu hans afa og þar átti hvert lið að vera með skemmtiatriði. Þá fékk ég að vera með sérstakt atriði, dans, við lagið Hey hey hey I say Ho ho ho. Þessi dans var að vísu meira svona fimleikaæfingar en þetta var nú samt bara voða fínt hjá mér. Ég uppskar sérstök heiðursverðlaun fyrir vikið. Það var flottur Ferrari leikfangabíll.
Morguninn eftir var ég að leika mér með bílinn flotta...
Mamma: Þetta er aldeilis flottur bíll sem þú fékkst, ekkert smá heppinn
Egill Orri: Já en ég vissi að ég myndi fá hann
Mamma: Nú?
Egill Orri: Já, ég vissi alveg að ég var langflottastur
Sælir eru hógværir því þeir munu erfa jörðina - eða something to that effect.
1 Comments:
er hann semsagt eh skildur Arnason braedrunum....
Skrifa ummæli
<< Home