Strákapör
Ég er heldur betur farinn að taka hann nágranna minn, Emil í Kattholti, aðeins of mikið til fyrirmyndar. Búinn að fremja þau nokkur strákapörin í vikunni og hérna á eftir fer listi yfir 'hælætin'.
1. Náði mér í verkfæri og "gerði við" rúmið hennar mömmu minnar (aka negldi skrúfu í rúmstokkinn)
2. Tæmdi skartgripaskrínið hennar mömmu minnar í leiknum 'leitum að gullinu'.
3. Klippti upp umbúðirnar á páskaegginu mínu frá ömmu Gróu - bara til að finna aðeins lyktina af því
4. Þvoði páskaskrautið sem ég bjó til á leikskólanum í baðvaskinum með þeim afleiðingum að það varð meira og minna allt rautt (baðherbergið sumsé)
5. Fór með Leó Erni að opnum skurði þar sem við sátum og böðuðum okkur í drullunni, þegar mamma kom að sækja okkur stakk ég mér ofan í skurðinn og stóð þar í leirdrullu upp að hnjám
6. Leitaði uppi og át 5 stk. páskaegg nr. 1 sem Gróa amma hafði sent okkur til að bjóða gestum & gangandi
7. Braut 'gullskálina' hennar mömmu
2 Comments:
Og hvar er smidaskurinn hans? er thad fataherbergid inni hja mommu thinni? hmmm, ekki viss um ad eg vilji svons pjakk i heimsokn - en eg a reyndar nog af hvitri malingu til ad hreinsa veggina a eftir....
Gledilega Paska
hehe.. þú ert heldur betur að ná líkjast honum Emil þarna í svía-ríki ;) Ég er reyndar algjör aðdáandi Emils og horfi mikið á hann - fannst auðvita rosa merkilegt þegar mamma sagði mér að hann væri frá Svíþjóð og þú byggir þar líka !!!!! Bið að heilsa ;)
bkv. Guðrún Elfa
Skrifa ummæli
<< Home