Ísmaðurinn
Það er alveg sama hvað ég er búinn að borða mikið, það er alltaf tími og pláss fyrir ís. Ég á líka svo góða mömmu að hún á alltaf svona litla íspinna í frystinum. Akkúrat mátulega fyrir mig. Í dag fékk ég sko samt stærri ís en venjulega. Stóran Magnum með súkkulaði. Enda hafði ég verið einstaklega duglegur að borða bjúgað sem mamma eldaði fyrir mig og það sem meira er, allar kartöflurnar líka. Mér finnast ekki góðar kartöflur öllu jafna en hvað leggur maður ekki á sig fyrir ís.
Rétt í þessu kom ég til mömmu minnar, kyssti hana blautum ís/slef kossi og sagði:
"Hey litla! Ég elska þig"
Mömmu finnst ég stundum soldið sniðugur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home