Morð
Áðan, eftir að ég kom heim frá Leó, var ég að hjálpa mömmu minni að búa til plokkfisk. Ég var eitthvað úrillur vegna þess að ég fékk ekki að horfa á Scooby Doo. Ég fékk svo að setja fiskinn í pottinn og þar sem ég horfði á hann sjóðast og mömmu mína síðan veiða hann upp og skera hann í bita sagði ég skelfingu lostinn "Mamma! Það má ekki skera fisk, þá dauðast hann" þegar ég hafði melt þessa setningu smá stund rann upp fyrir .... "MAMMA! Þú hefur dauðað fiskinn"
Nú er ég að hoppa í sófanum fyrir aftan mömmu mína og þegar hún lítur á mig skrúfa ég núna á mig aumingjasvipinn og reyni að taka upp mína fyrri iðju að suða um Turtles-kex. Mamma mín stakk upp á því að hringja í afa Hjört og þá reyndi ég að nota það sem kúgunartæki "Nei! ég hringi ekki í neinn heima á Íslandi nema að ég fái Turtles-kex"
Samt gefur hún sig ekki!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home