miðvikudagur, mars 15, 2006

Kveðjustund

Þá er hún Birta mín að fara burt frá mér. Ég lenti meira að segja í slagsmálum út af henni í dag þegar Mathias vildi ekki leyfa mér að sitja við hliðina á henni. Ég er eins og stríðshetja með stórt klórufar niður alla hægri kinnina. Ég bjó til fallegt armband handa henni Birtu minni í leikskólanum í dag og gaf henni í kveðjugjöf. Því fylgdi að vísu sú kvöð að hún yrði alltaf að hugsa um mig í hvert sinn sem hún liti á armbandið. Það var fremur tregafull stund hjá okkur báðum þegar við svo kvöddumst í kvöld. Annars sagði mamma hennar Birtu mömmu minni að við Birta værum búin að bindast hvort öðru, amk svona hálfpartinn. Sko nefnilega ef við verðum hvorugt búin að finna einhvern annan til að giftast við ákveðinn aldur þá ætlum við að giftast hvort öðru. En það mun gerast heldur Birta því við erum "so jättekära".

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

sko svona loford virka bara ekki alltaf, lattu Ingu hraenku vita allt um thad..... eg atti svona vin en svo thegar stundin / arid rann upp tha var hann komin med konu x 3 born.....

8:45 f.h.  
Blogger Sigrún said...

Yes but... the promise said IF and only IF did it not?

5:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home