mánudagur, mars 13, 2006

Mánudagur til mæðu

Æiii ég var svo voðalega þreyttur í morgun. Svaf bara til að verða hálfníu þegar mamma mín dröslaði mér loksins á lappir. Merkilegt hvað mér finnst bara gott að sofa út virka daga þegar mamma mín þarf nauðsynlega að fara á fætur hvort sem er.
Það var íþróttaskóli eins og venjulega á mánudögum - og eftir hann fékk Birta að koma heim með mér að leika. Nú styttist heldur betur í að hún flytji en það gerist á fimmtudaginn. Hún var komin á undan mér heim á Kjemman og beið eftir mér úti á stétt. Þegar hún sá mig - og ég hana - hlupum við hvort á móti öðru og féllumst í faðma. Þetta var eins og úr Fýkur yfir hæðir "Heathcliff - Katherine". Mamma mín gat nú ekki annað en brosað út í annað. Mikið verður nú skrítið þegar hún Birta mín verður farin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home